Quantcast
Channel: Snerpa.is - Blogg
Viewing all 106 articles
Browse latest View live

Við framlengjum tilboð um frítt inntaksgjald

$
0
0

Nú þegar komið er á samkomubann og fólk er hvatt til að halda fjarlægð er gott að nýta sér netið til fjarvinnu. Til að koma til móts við sína viðskiptavini, hafa sumar netþjónustur fellt niður gagnamagnsmælingu á innanlandsumferð til að losa fólk undan því að hafa áhyggjur af aukinni netnotkun sem því fylgir.

Snerpa vill koma því á framfæri að innanlandsumferð á þjónustuleiðum Snerpu er og hefur alltaf verið ómæld þannig að notendur þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur að þessu leyti.

Við höfum ákveðið að framlengja tilboð um niðurfellingu inntaksgjalds hjá þeim sem eiga nú kost á ljósleiðara og eru þeir sem hafa hugsað sér að nýta tilboðið að fletta upp heimilisfanginu sínu á https://www.snerpa.is/einstaklingar/internet/ og leggja inn pöntun.


Ráðstafanir vegna Covid19

$
0
0

Undanfarna daga hefur Snerpa gripið til aðgerða með það að markmiði að lágmarka smithættu og tryggja öryggi rekstrar, sem sérstaklega á þessum tíma er afar mikilvægur liður í rekstri samfélagsins alls.

Á ýmsum sviðum þarf þó að takmarka hluta af starfsemi tímabundið á meðan þetta ástand varir. Lögð verður áhersla á að tryggja nauðsynlegt rekstraröryggi og sinna þjónustu eftir því sem kostur er.

Starfsmenn Snerpu vinna nú þegar fjarvinnu og vinnur um helmingur starfsmanna að heiman síðan í síðustu viku. Við treystum því að viðskiptavinir sýni aðstæðum skilning og sömuleiðis þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og gæti þurft að grípa til.

Helstu áherslur:

Fjarlægðarmörk verða 2 metrar, milli allra.
Verslun Snerpu verður opin og skulu allir sem þangað koma byrja á því að spritta hendur.
Umferð inn í fyrirtækið er að öðru leyti bönnuð og virða skal fjarlægðarmörk.
Ekki skulu fleiri koma í verslun en þörf er á t.d. fjölskyldumeðlimir viðskiptavina.

Að öllu jöfnu mun afgreiðslutími á verkstæði vera lengri en venjulega.
Ekki skal dvelja lengur á staðnum en brýn nauðsyn krefur.

Engri þjónustu er sinnt á heimilum sem eru í sóttkví eða einangrun. Þeim sem eru í slíkum aðstæðum er skylt að geta þess ef svo er.
Fjarþjónusta verður í boði hér eftir sem hingað til. Á vinnustöðum þar sem smitaðir einstaklingar hafa verið við vinnu er ekki hægt að fá þjónustu aðra en fjarþjónustu þar til vinnustaðurinn hefur verið lýstur öruggur af fagfólki.
Ekki skal koma nær starfsmönnum Snerpu við vinnu en 2 metra og sé þess kostur skulu aðrir ekki vera í sama rými á meðan vinnu er sinnt.  

Við vonum að fólk sýni þessum ráðstöfunum skilning, ef við hjálpumst öll að mun þetta ástand vonandi vara skemur en ella.

 

 

Opnunartími Snerpu yfir páskana 2020

$
0
0

Opnunartími Snerpu yfir páskana er sem hér segir.

  • Miðvikudagurinn 8. apríl: 9:00-18:00
  • Fimmtudagurinn 9. apríl: Lokað
  • Föstudagurinn 10. apríl: Lokað
  • Laugardagurinn 11. apríl: Lokað
  • Sunnudagurinn 12. apríl: Lokað
  • Mánudagurinn 13. apríl: Lokað
  • Þriðjudagurinn 14. apríl: 9:00-18:00

Snerpa - Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri

$
0
0

Snerpa er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2020 samkvæmt mati Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Listi yfir Fyrirmyndarfyrirtækin 2020 var birtur í Viðskiptablaðinu í dag en 2,8% íslenskra fyrirtækja komast á listann. 

Til þess að komast á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði:

  • Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri þurfa að hafa skilað ársreikningi fyrir rekstrarárin 2019 og 2018 en rekstrarárið 2017 er einnig notað til viðmiðunar.
  • Fyrirtækin þurfa að hafa skilað jákvæðri afkomu á rekstrarárunum 2019 og 2018.
  • Tekjur fyrirtækja þurfa að hafa verið umfram 30 milljónir króna á rekstrarárunum 2019 og 2018.
  • Eignir fyrirtækja þurfa að hafa verið yfir 80 milljónir króna í lok áranna 2019 og 2018.
  • Eiginfjárhlutfall fyrirtækja þarf að hafa verið yfir 20% í lok áranna, nema í tilviki bankanna.

Auk þessa er tekið tillit til annarra þátta, sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni.

Síminn dæmdur skaðabótaskyldur

$
0
0

Síminn var í lok október sl. dæmdur skaðabótaskyldur gagnvart Snerpu í dómsmáli sem á rætur sínar að rekja til ársins 2004 og lauk ekki fyrr en með sátt Samkeppniseftirlitsins við Símann árið 2013 þar sem kvörtun Snerpu ásamt öðrum útistandandi málum var lokið og þurfti Síminn að greiða 300 milljóna króna stjórnvaldssekt í kjölfarið.

Eins og tímalengd atburðarrásar gefur til kynna var málið afar flókið og tók það Samkeppniseftirlitið 9 ár í viðamikilli rannsókn að komast til botns í því. Þá tók við vinna við að meta tjónið og var viðskiptafræðingur fenginn til að gera greiningu á því tapi sem Snerpa hafði orðið fyrir vegna málsins og á síðari stigum fengnir tveir dómkvaddir matsmenn til verksins. Síminn hafnaði því ítrekað að hafa valdið Snerpu tjóni og hafnaði einnig ítrekað boðum um samningaviðræður til að ljúka málum utan dómssalar.

Í grunninn snéri kvörtunin því að Síminn hafnaði að selja Snerpu það sem kallast í dag línugjald á öðru en smásöluverði sem þýddi að Snerpa þurfti að ábyrgjast greiðslur netnotenda vegna notkunar á línukerfi Símans án nokkurrar framlegðar. Snerpu bárust hinsvegar fregnir af því að stærri fyrirtækjum byðist magnafsláttur af þessum gjöldum en ekki endursöluaðilum.

Einnig beitti Síminn stöðu sinni þannig að Snerpa varð af miklum fjölda viðskipta á uppbyggingartímabili DSL-þjónustu sem þó einungis fékkst bætt að hluta, bæði vegna fyrningarákvæða og þess að meta þurfti þurfti tjónið sem var afar flókið verk og naut Síminn vafa um umfang þess að hluta.

Samkeppniseftirlitið komst að þeirri frumniðurstöðu að Síminn hefði gerst sekur um misnotkun á markaðsráðandi stöðu en í sáttinni umtöluðu hafnaði Síminn einhliða allri sök vegna þessa. Þá komst Samkeppniseftirlitið einnig að þeirri niðurstöðu að brotin hafi snert mikilvæg svið viðskipta, umfang brotanna verið mikil, brotin verið ítrekuð og geti talist ,,mjög alvarleg". Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Síminn hefði með þessu brotið gegn Snerpu og dæmdi Snerpu skaðabætur.

Vegna þess langa tíma sem málið tók í meðförum Samkeppniseftirlitsins og þess tíma sem tók dómkvadda matsmenn að meta tjónið fyrndist hluti málsins. Dómsorð var þó að stefnandi Snerpa hafi orðið fyrir tjóni vegna aðgerða stefnda á árunum 2005 til 2013.  Áfrýjunarfrestur er liðinn og því er þetta endanleg niðurstaða málsins.

Opnunartími Snerpu yfir hátíðirnar 2020

$
0
0

Opnunartími verslunar Snerpu yfir hátíðirnar er sem hér segir:

Miðvikudagur 23. des - Opið 9:00-23:00
Fimmtudagur 24. des - Lokað
Föstudagur 25. des - Lokað
Laugardagur 26. des - Lokað
Sunnudagur 27. des - Lokað
Mánudagur 28. des - Opið 9:00-17:00
Þriðjudagur 29. des - Opið 9:00-17:00
Miðvikudagur 30. des - Opið 9:00-17:00
Fimmtudagur 31. jan - Lokað
Föstudagur 1. jan - Lokað
Laugardagur 2. jan - Lokað
Sunnudagur 3. jan - Lokað
Mánudagur 4. jan - Verslun lokuð vegna vörutalningar

Súðavík komin á ljósleiðara

$
0
0

Undanfarinn mánuð hefur vinnuflokkur Snerpu staðið í ströngu við að ljósleiðaravæða Súðavík. Búið er að leggja ljósleiðararör um allt nýja þorpið og blása í strengjum og er tengivinna nú í fullum gangi.

Nokkrir notendur eru nú þegar komnir með tengingu og verið er að koma á sambandi hjá þeim sem þegar hafa pantað tengingu. Allur búnaður er kominn á staðinn og tilbúinn í rekstur og því ekki eftir neinu að bíða fyrir netþyrsta.

Hægt er að skrá sig á vefslóðinni snerpa.is/ljos og gildir það jafnframt um aðra byggðakjarna á Vestfjörðum en á sömu vefslóð má sjá þá áfanga sem farið verður í á næstunni. Við viljum vekja athygli á að möguleiki er að skrá sig og lýsa yfir áhuga jafnvel þótt heimilið sé ekki komið á áætlun og við munum þá hafa samband þegar nær dregur.

Svikapóstar


Um EU Business Register

$
0
0

Í nokkur ár hefur fyrirtæki í Hollandi sent út óumbeðna tölvupósta þar sem viðtakanda er boðið að skrá fyrirtæki í sérstaka fyrirtækjaskrá. Í bréfinu er á áberandi hátt tekið fram að uppfærsla á upplýsingum sé ókeypis. Það sem er hinsvegar í smáa letrinu er að innheimt er sérstakt árgjald 995 EUR í lágmark 3 ár fyrir skráninguna.

Þar sem um óumbeðinn fjöldapóst er að ræða höfum við lagt okkur fram við að hindra slíkar sendingar en alltaf sleppur eitthvað í gegn. Sendendur þekkja þær aðferðir sem eru notaðar og nota allar smugur sem þekktar eru til að fara fram hjá hindrunum. Við vörum því notendur sérstaklega við þessum sendingum.

Snerpa er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021

$
0
0

Snerpa er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri annað árið í röð samkvæmt mati Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Listi yfir Fyrirmyndarfyrirtækin 2021 var birtur í Viðskiptablaðinu í dag en 2,2% íslenskra fyrirtækja komast á listann. 

Til þess að komast á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði:

  • Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri þurfa að hafa skilað ársreikningi fyrir rekstrarárin 2020 og 2019 en rekstrarárið 2018 er einnig notað til viðmiðunar.
  • Fyrirtækin þurfa að hafa skilað jákvæðri afkomu á rekstrarárunum 2020 og 2019.
  • Tekjur fyrirtækja þurfa að hafa verið umfram 30 milljónir króna á rekstrarárunum 2020 og 2019.
  • Eignir fyrirtækja þurfa að hafa verið yfir 80 milljónir króna í lok áranna 2020 og 2019.
  • Eiginfjárhlutfall fyrirtækja þarf að hafa verið yfir 20% í lok áranna, nema í tilviki bankanna.

Auk þessa er tekið tillit til annarra þátta, sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni.

Blaðið er opið öllum og er hægt að nálgast pdf-útgáfu hér.

Snerpa er Framúrskarandi fyrirtæki 2021

$
0
0

Snerpa hefur hlotið viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021 og er eitt tólf fyrirtækja á Vestfjörðum sem hlýtur hana í ár.

Ár hvert vinnur Creditinfo ítarlega greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og eru meginmarkmið greiningarinnar að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi. 

Til að teljast til Framúrskarandi fyrirtækja þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði um stöðugan rekstur þrjú ár aftur í tímann.

Þetta er fyrsta árið sem Snerpa hlýtur útnefninguna Framúrskarandi fyrirtæki frá Creditinfo og erum við ótrúlega stolt af þeirri viðurkenningu. Er það ekki síst starfsfólki okkar og traustum viðskiptavinum að þakka þennan góða árangur.

Opnunartími Snerpu yfir hátíðirnar 2021

$
0
0

Fimmtudagur 23. des - Opið 9:00-19:00
Föstudagur 24. des - Lokað
Laugardagur 25. des - Lokað
Sunnudagur 26. des - Lokað
Mánudagur 27. des - Opið 9:00-17:00
Þriðjudagur 28. des - Opið 9:00-17:00
Miðvikudagur 29. des - Opið 9:00-17:00
Fimmtudagur 30. des - Opið 9:00-17:00
Föstudagur 31. jan - Lokað
Laugardagur 1. jan - Lokað
Sunnudagur 2. jan - Lokað

Engar verðbreytingar í netþjónustu Snerpu um mánaðamótin

$
0
0

Nú þegar verðbólga hefur tekið kipp eru ýmsar nauðsynjavörur að hækka í verði. Það á einnig við um önnur útgjöld heimila svo sem netþjónustu og hafa fyrirtæki í þessum geira verið að kynna verðhækkanir á sinni þjónustu og meðal þeirra eru fyritæki sem Snerpa kaupir aðföng af í heildsölu.

Þannig kynnti Míla nýverið verðhækkun sem tók gildi í gær 1. júní. Verð á  heimtaugaverði ljósleiðara á landsbyggðinni hækkar um 10% en á hækkun á sömu þjónustu á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri er um 3,3% Þá hækkar aðgangur að bitastraumskerfi Mílu um 4,5% á landsbyggðinni en um 2,2% á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.

Stóru fjarskiptafyrirtækin þrjú - Nova, Vodafone og Síminn hafa einnig tilkynnt verðhækkanir á sinni þjónustu sem taka gildi ýmist 1. maí sl. - í gær eða 1. júlí.

Í gangi eru samningaviðræður við birgja um stækkun og nýtt verð á samböndum og munu niðurstöður úr þeirri vinnu mögulega hafa áhrif á verðbreytingar.

Við hjá Snerpu höfum ákveðið að verðið fyrir okkar vinsælustu netþjónustu sem er Heimilispakkinn verði óbreytt á meðan aðstæður breytast ekki til verri vegar en erum að skoða frekar hvort verð fyrir aðrar áskriftarleiðir þurfi að breytast. Verð á áskriftarleiðum og aðgangsgjaldi Snerpu hefur ekki hækkað síðan í nóvember árið 2015.

Snerpa og OV í samstarfi í sumar

$
0
0

Snerpa og Orkubú Vestfjarða munu vinna saman að jarðvegsframkvæmdum í dreifbýli í sumar eins og undanfarin ár. Samstarf við verktaka hefur gengið vel en ákveðið hefur verið að víkka út hópinn og gefa fleirum tækifæri til að vinna verkefnin með Snerpu og OV.

Send hefur verið út auglýsing um helstu verkefni og verktökum er gefinn kostur á að gefa einingaverð í vinnuna og verður síðan samið við verktaka í framhaldinu og tekið mið af bæði verði og verkefnastöðu. Þannig geta verktakar samið um verkefni af mismunandi stærðum og jafnvel verið fleiri en einn við sama verk. Nánari upplýsingar um verkefnin og útfærsluna eru á heimasíðu Orkubús Vestfjarða.

Snerpa er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2022

$
0
0

Snerpa er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri þriðja árið í röð samkvæmt mati Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Listi yfir Fyrirmyndarfyrirtækin 2022 var birtur í Viðskiptablaðinu í dag en 2,8% íslenskra fyrirtækja komast á listann. 

Til þess að komast á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði:

  • Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri þurfa að hafa skilað ársreikningi fyrir rekstrarárin 2021 og 2020 en rekstrarárið 2019 er einnig notað til viðmiðunar.
  • Fyrirtækin þurfa að hafa skilað jákvæðri afkomu á rekstrarárunum 2021 og 2020.
  • Tekjur fyrirtækja þurfa að hafa verið umfram 30 milljónir króna á rekstrarárunum 2021 og 2020.
  • Eignir fyrirtækja þurfa að hafa verið yfir 80 milljónir króna í lok áranna 2021 og 2020.
  • Eiginfjárhlutfall fyrirtækja þarf að hafa verið yfir 20% í lok áranna, nema í tilviki bankanna.

Auk þessa er tekið tillit til annarra þátta, sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni.

Blaðið er opið öllum og er hægt að nálgast pdf-útgáfu hér.


Snerpa er Framúrskarandi fyrirtæki 2022

$
0
0

Annað árið í röð hefur Snerpa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki og er eitt 11 fyrirtækja á Vestfjörðum og í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem hlýtur hana í ár.

Ár hvert vinnur Creditinfo ítarlega greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og eru meginmarkmið greiningarinnar að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi. 

Til að teljast til Framúrskarandi fyrirtækja þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði um stöðugan rekstur þrjú ár aftur í tímann.

Fyrirtæki telst Framúrskarandi fyrirtæki 2022 ef það uppfyllir eftirfarandi skilyrði:

  • Hefur skilað ársreikningi til RSK fyrir rekstrarárin 2019–2021
  • Hefur skilað nýjasta ársreikningi á réttum tíma
  • Er í lánshæfisflokki 1, 2 eða 3
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) var jákvæður rekstrarárin 2019–2021
  • Ársniðurstaða var jákvæð rekstrarárin 2019–2021
  • Eiginfjárhlutfall var a.m.k. 20% rekstrarárin 2019–2021
  • Framkvæmdastjóri er skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Rekstrartekjur voru a.m.k. 50 m.kr. rekstrarárin 2019–2021
  • Eignir voru a.m.k. 100 m.kr. rekstrarárin 2019–2021

Snerpa er afar stolt af þessum árangri og skiptir sterk liðsheild starfsmanna og traustir viðskiptavinir þar lykilhlutverki.

Afmæli á svörtum föstudegi

$
0
0

Föstudagurinn 25. nóvember er ekki bara svartur föstudagur heldur á Snerpa einnig 28 ára afmæli.

Í tilefni af því er 10-40% afsláttur af öllum vörum í verslun! Heyrnartól, tölvuskjáir, hátalarar, leikjavörur, spjaldtölvur og fullt þar á milli!

Verslun Snerpu er opinn alla virka daga á milli 09:00 og 17:00.

Opnunartími Snerpu yfir hátíðirnar 2022

$
0
0

Nú styttist í hátíðirnar og viljum við vekja athygli á lengri opnunartíma versluninnar dagana 19-23. desember.

Opnunartími verslunar Snerpu yfir hátíðirnar er sem hér segir:

Mánudagur 19. des - Opið 9:00-18:00
Þriðjudagur 20. des - Opið 9:00-18:00
Miðvikudagur 21. des - Opið 9:00-18:00
Fimmtudagur 22. des - Opið 9:00-18:00
Föstudagur 23. des - Opið 9:00-20:00
Laugardagur 24. des - Lokað
Sunnudagur 25. des - Lokað
Mánudagur 26. des - Lokað
Þriðjudagur 27. des - Lokað
Miðvikudagur 28. des - Opið 9:00-17:00
Fimmtudagur 29. des - Opið 9:00-17:00
Föstudagur 30. des - Opið 9:00-17:00
Laugardagur 31. des - Lokað
Sunnudagur 1. jan - Lokað
Mánudagur 2. jan - Verslun lokuð vegna vörutalningar

Verðbreytingar í netþjónustu

$
0
0

Þann 1. mars nk. munu verða verðbreytingar í netþjónustu Snerpu sem eru nánar kynntar á vefsvæði Snerpu hér.

Aukinn aðgangshraði hjá Snerpu

$
0
0

Snerpa hefur um nokkurn tíma unnið að því að auka afköst í ljósleiðarakerfi sínu með það að markmiði að veita betri þjónustu í sífellt kröfuharðara umhverfi. Þannig var byrjað að bjóða 100 Mbps afkastagetu þegar Snerpa fór af stað með þjónustu á ljósleiðara en það stjórnaðist mest af þeim búnaði sem í boði var og kostnaði við sambönd milli landshluta og til útlanda. Jafnframt hefur frá upphafi verið boðin svokölluð P2P þjónusta sem er ólík GPON þjónustu að því leyti að full afköst haldast alla leið frá notanda að miðlægum búnaði Snerpu í viðkomandi hverfi eða byggðarkjarna.

Það hefur tafið uppbygginguna nokkuð að síðan heimsfaraldurinn hófst hefur verið verulegur skortur á aðföngum og afgreiðsluhraða á þeim. Þannig hefur tekið upp í nokkra mánuði að fá afhentan búnað og oft munað litlu að netþjónustan væri ,,uppseld" vegna endurtekinna frestana á pöntunum. Þetta á bæði við um búnað en einnig ljósleiðara og rör en þó hefur okkur tekist að laga okkur að aðstæðum, t.d. með því að leggja rör á meðan ljósleiðara vantaði og blása ljósleiðara í þegar grafin rör þegar rörin skorti.

Ákveðið var fyrir nokkru síðan að hækka aðgangshraða notenda úr 100 Mbps í 500 Mbps og var þá fenginn búnaður (ljósbreytur) sem styður allt að 1000Mbps (1Gíg) heim til notenda. Flestir notendur eru nú komnir með 1 Gíg ljósbreytur og verður skipt út eftir þörfum ljósbreytum hjá þeim sem eru enn með 100Mbps ljósbreytur. Til að ljúka breytingum upp í 1 Gíg þarf m.a. að stækka sambönd milli byggðarkjarna en þær breytingar eru þegar hafnar og mun ljúka á næstu mánuðum.

Við eigum þó ekki von á að notendur sjái að þessar breytingar valdi neinum straumhvörfum, flöskuháls í netsamskiptum er venjulega ekki á ljósleiðaraheimtaugum en þetta mun vissulega skipta máli eftir því sem tengingar þróast t.d. með hærri upplausn á sjónvarpsefni og streymi sem er sú þjónusta sem er stærsti hlutinn af nettengingum nú og í nánustu framtíð.

Viewing all 106 articles
Browse latest View live